Aztiq Fjárfestingar verður Flóki Invest
Aztiq fjárfestingar ehf. sem er íslenskt rekstrarfélag í eigu Aztiq samsteypunnar, breytir um nafn og verður Flóki Invest ehf. Að auki mun fasteignafélagið Hrjáf ehf sem er í eigu félagsins heita Flóki Fasteignir ehf.
Tímamót
Um árabil hefur Flóki Invest (áður Aztiq fjárfestingar) haldið utan um öll verkefni Aztiq á Íslandi. Verkefnin hafa verið margvísleg, allt frá uppbyggingu lyfjafyrirtækja eins og Alvogen og Alvotech til hótels- og fasteignareksturs.

Félagið stendur nú á miklum tímamótum. Í nóvember skrifaði Aztiq undir samstarfssamning við Innobic / PTT í Taílandi um kaup og rekstur Lotus Pharmaceuticals og Adalvo. Í maí 2022 fengu Aztiq og Innobic afhentar. Að auki var tilkynnt um það í lok árs 2021 að Alvotech hefði samið við SPAC-félagið Oaktree um skráningu Alvotech á markað í Bandaríkjunum.
Það eru spennandi tímar framundan hjá Flóka Invest. Með því að skilja starfsemi Flóka Invest frá starfssemi Aztiq getum við einbeitt okkur að frekari fjárfestingum á Íslandi og tekið þátt í uppbyggingu á samfélagslega mikilvægum verkefnum hér á landi.
Jóhann G. Jóhannsson, einn stofnenda Flóka Invest.
Endurskipulagning
Aztiq hyggur á frekari fjárfestingar í lyfja- og heilsutengdum iðnaði. Því var ákveðið að skilja á milli reksturs þeirra verkefna og annarra ótengdra fjárfestinga á Íslandi. Aztiq Fjárfestingar ehf breytir því um nafn og verður Flóki Invest ehf. Að auki mun fasteignafélagið Hrjáf sem er í eigu félagsins heita Flóki Fasteignir ehf.
Framkvæmdastjóri Flóka Invest verður Guðrún Elsa Gunnarsdóttir.
Flóki Fasteignir kemur að uppbyggingu nýrrar íbúðarbyggðar í Vogabyggð og tekur þátt í samfélagslega mikilvægum fasteignaverkefnum eins og Þorpinu á tímum þar sem sárlega vantar íbúðir fyrir fólk á öllum allri og í misjafnri stöðu. Við erum afar stolt af þessum verkefnum og ætlum okkar að halda ótrauð áfram.
Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Flóka Invest.