Um okkur
Flóki Invest er langtímafjárfestir sem leggur áherslu á fjárfestingar í fasteignum, samfélagsverkefnum, menningu og listum.
- Gildi
Gildi félagsins endurspeglast í mannauðnum. Félagið vinnur markvisst að því skapa gott vinnuumhverfi þar sem góð samskipti, fagmennska, jafnrétti, heilbrigði og heiðarleiki eru í fyrirrúmi.
- Markmið
Markmið Flóka Invest er að sjá tækifæri í nýsköpun og þróun og fjárfesta til framtíðar.
- Samfélag
Flóki Invest tekur þátt í samfélagslega mikilvægum verkefnum til að stuðla að framþróun í samfélaginu sem byggist á aukinni verðmæta- og þekkingarsköpun.
Félaginu er umhugað um umhverfismál og tekur tillit til þeirra þátta í starfi sínu.
„Það var hvorki sjálfgefið né auðveld ákvörðun að staðsetja lyfjafyrirtæki á Íslandi. En að lokum snýst þetta um hvernig við byggjum upp þekkingu, ekki bara fyrir Alvotech, heldur fyrir samfélagið í heild.“
Róbert Wessman
Forsagan
Aztiq var stofnað árið 2008 í þeim tilgangi að skapa grundvöll fyrir fjárfestingar í lyfjageiranum. Árið 2009 voru höfuðstöðvar félagsins fluttar til Lúxemborg svo hægt væri að fá fleiri alþjóðlega fjárfesta að borðinu enda aðaláherslan á að fá fjármagn frá bandarískum og evrópskum fjárfestum. Aztiq stofnaði því svokallaðan SICAR (Société d’Investissement en Capital á Risque) sjóð í Lúxemborg fyrir framtaksfjárfestingar. Slíkir sjóðir starfa samkvæmt þarlendu regluverki og er starfsemin undir eftirliti fjármálaeftirlitsins þar í landi.
Í maí 2009 samdi Aztiq við Norwich Pharmaceuticals Industry sem var lítið lyfjafyrirtæki í Bandaríkjunum sem átti stóra verksmiðju og framleiddi lyf fyrir aðra. Fyrirtækið var þá í eigu fjárfesta frá Sádi-Arabíu og Jórdaníu. Markmið NPI var að umbreyta félaginu í alþjóðlegt samheitalyfjafyrirtæki en fyrirtækið var ekki með nein lyf í þróun. Aztiq var hins vegar með 21 lyf í þróun og úr varð að Aztiq keypti 30% í félaginu (í samvinnu við Cerovine) og var nafni félagsins breytt í Alvogen.
Alvogen í dag er alþjóðlegt samheitalyfjafyrirtæki með áherslur á markaði í Asíu og í Bandaríkjunum.
Nýsköpun í líftækni
Árið 2013 stofnaði Róbert Wessman líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech og kom Aztiq að fjármögnun þess ásamt eigendum Alvogen sem keyptu 30% hlut í félaginu.
Árið 2019 seldi Alvogen félög sín í Mið- og Austur-Evrópu til Zentiva.
Árið 2022 var hagrætt í eignasafni Aztiq til að skilja að fjárfestingar á alþjóðlegum lyfjamarkaði og fjárfestinga á Íslandi. Á sama tíma breytti félagið nafninu á íslenska rekstrarfélaginu úr Aztiq fjárfestingar ehf. yfir í Flóki Invest ehf.
Flóki Invest heldur utan um þær fjárfestingar Aztiq á Íslandi sem tengjast ekki lyfjageiranum með beinum hætti svo sem fasteignaverkefni, hótelrekstur og samfélagsverkefni.