Hluti af byggingu og himinn í bakgrunni

Akkelis ehf. er i jafnri eigu Flóka Invest og Reir ehf.

https://www.mjolnir.is

Félagið heldur utan um fasteignaþróunarverkefni eins og lóðir í Vogabyggð. Mögulegt er að þar verði allt að 1.900 íbúðir. Borgarlínustöð verður í hverfinu og leik- og grunnskóli verða á svæðinu við smábátahöfnina, en göngubrýr verða þar yfir frá íbúðabyggðinni. Félagið stóð m.a fyrir uppbyggingu á Hlíðarendasvæðinu. Akkelis á einnig hlut í Mjölni í gegnum dótturfélagið Öskjuhlíð ehf.

Mjölnir

Íþróttafélagið Mjölnir hefur verið starfrækt frá 2005. Með stofnun Mjölnis var kominn vettvangur á Íslandi fyrir iðkendur til að æfa bæði blandaðar bardagaíþróttir (MMA) og brasilískt jiu-jiuts (BJJ). Félagið hlaut strax góðar viðtökur og hefur stækkað hratt og örugglega. Fjölbreyttur hópur fólks æfir hjá Mjölni enda margt í boði, allt frá Jiu-Jitsu yfir í öflugt barna og unglingastarf, yoga og víkingaþrek.

Mjölnir hefur vaxið hratt og notið mikilla vinsælda frá upphafi en reksturinn hófst í húsnæði Júdófélags Reykjavíkur, fór síðan yfir á Mýrargötu árið 2006, í Loftkastalann á Seljavegi árið 2011 og er starfsemin nú komin í Öskjuhlíðina, Flugvallarvegi 3-3a þar sem Keiluhöllin og Rúbín var áður til húsa. Gera þurfti ýmsar kostnaðarsamar breytingar á húsnæðinu í Öskjuhlíðinni.

Hjá Mjölni er að finna 6 æfingasali, lyftinga- og teygju-aðstöðu, þrektæki, MMA búr, box-hring, barnahorn, góða búningsklefa með læsanlegum skápum, heitan pott, kaldan pott, sánu og fleira.

Margir Mjölnismenn og -konur hafa verið sigursæl á mótum hérlendis og erlendis. Má þar nefna Gunnar Nelson og Sunnu Davíðsdóttur sem hafa vakið mikla athygli vegna árangurs síns.